top of page

ÞJÓNUSTA

Tímabilaskipting (periodization) er aðferð til að skipuleggja þjálfunar- og keppnistímabil í íþróttum með því að skipta árinu í ákveðin tímabil eða lotur. Markmiðið er að stjórna álagi, endurheimt og framförum (progression) á skilvirkan hátt til að hámarka árangur í keppni. Með réttri tímabilaskipulagningu er tryggt að íþróttamaðurinn nái hámarksgetu á réttum tíma, án ofþjálfunar og minnkar líkur á meiðslum.

 

Hvernig púslum við þessu saman?

Sókn 

Sóknar-transition

Varnar-transition

Vörn

Grunnþol

Hraðaþol

Lactic acid

Stöðugleiki

Styrkur

Sprengikr.

Að skipuleggja periodization fyrir fótboltalið er bæði krefjandi og spennandi verkefni. Það þarf að huga að fjölmörgum þáttum, svo sem þoli, styrk, hraða, tækni, leikstíl, andlegum hliðum leiksins, endurheimt, leikjaálagi sem og einstaklingsbundnum þörfum leikmanna og fleira.

Á sama tíma þarf að gera sér grein fyrir sínum eigin takmörkunum eins og hversu margir leikmenn eru á æfingu og hversu stórt (já eða pínulítið) svæði við höfum að vinna með í þeim krefjandi aðstæðum sem Ísland hefur uppá að bjóða.

Conditioning Periodization

Það skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þér finnst best, hvaða leikstíl þú heillast mest að eða hvaða þjálfunaraðferðir þú notast við, við breytum ekki þeirri staðreynd að líkaminn er með þrjú orkukerfi og allir leikmenn þurfa að nota þau við að fara í gegnum 90+ min af fótboltaleik á hárri ákefð.

Orkukerfin þrjú eru öll einstök. Svo leikmaður nái að hámarka líkamlega afkastagetu í leik þarf að byggja upp þessi orkukerfi með réttum hætti á æfingasvæðinu.

Á sama tíma og við byggjum upp orkukerfin þarf að hafa í huga þær hreyfingar sem leikmenn framkvæma í leik. Stefnubreytingar og sprettur á hámarkshraða eru þær tvær hreyfingar sem við verðum að byggja upp markvisst. Góðar stefnubreytingar eru gríðarlega mikilvægar fyrir frammistöðu og geta minnkað líkur á slæmum meiðslum mikið. Sprettur á hámarkshraða er hreyfing sem leikmenn einfaldlega verða að fá að framkvæma í réttu magni og er lang, lang, lang öflugusta meiðslaforvörn aftanlærismeiðsla. 

Markmiðið er alltaf að horfa á stóru myndina og byggja upp leikmenn á milli ára en á sama tíma þarf leikmaðurinn að vera á eins góðum stað og mögulegt er fyrir næsta leik.


Verð: 24.900 fyrir hvert lið á mánuði.

STRENGTH Periodization

Fyrsta skrefið er alltaf að auka stöðugleika, svo bætum við styrk ofan á og að lokum byggjum við upp sprengikraft. Í hverju skrefi fyrir sig þurfum við að skilja áhrifin sem þjálfunin hefur á líkaman. Hvar við staðsetjum styrktaræfingar í vikuplaninu og hvernig við byggjum upp volume og intensity er lykilatriði. 

Hættan er að styrktarþjálfun inni í sal hafi neikvæð áhrif á það sem við gerum úti á velli. Þreyta er eðlileg en ef leikmenn finna fyrir of miklum stífleika og "þungum löppum" þá erum við að gera mistök. 

Markmiðið er að auka frammistöðu úti á velli en ekki að búa til þreytu og harðsperrur. Stöðugar lappir minnka orkuleka, sterkar lappir ýta fastar í jörðina sem verður til þess að leikmaðurinn hreyfist hraðar og kraftmikil hröðun er líklega verðmætasti líkamlegi eiginleikinn. 


Verð: 14.900 fyrir hvert lið á mánuði.

 

TACTICAL Periodization

Fyrsta skrefið er að skilgreina og brjóta niður fasa leiksins eins og þjálfarinn/klúbburinn sér leikinn. Eftir það þarf að spyrja sig hver leikstíll liðsins er og hvaða fasar eru mikilvægastir að vinna mest í. Þriðja skrefið er svo að hanna æfingar sem tikka í öll þau box sem þarf að tikka í. A klassa æfing tikkar í þrjú box; Réttan fasa leiksins, rétt orkukerfi og rétta hreyfingu. 

Að lokum þarf að ákveða með hvaða hætti fösum leiksins er stillt upp í periodization. Margar leiðir eru í boði og ekkert eitt er rétt. Mikilvægast er að þjálfarar liðsins séu sáttir og þeir að lokum ákveði hvernig hlutirnir eru framkvæmdir því þeir þekkja liðið sitt best. 

Að allri þessari vinnu lokinni erum við komin á þann stað að líkamleg vinna er orðin eins leiklík og mögulegt er. 


Verð: 14.900 fyrir hvert lið á mánuði.

GREINING

Þrátt fyrir að þjálfarar séu með mikla reynslu og gott auga fyrir hlutunum þá sýnir það sig reglulega að augað og tilfinningin er ekki nægilega nákvæmt mælitæki. 

GPS mælar eru verkfæri sem sýna nákvæmlega hversu mikla vinnu leikmaðurinn vann. Hægt er að fá mjög góða mynd á það hvort æfingaplanið sé að ná tilsettum árangri og í framhaldi gera nauðsynlegar breytingar ef þess þarf. Einnig geta GPS gögn úr leikjum aðstoðað mikið við að styðja við leikstíl og gefa leikmönnum endurgjöf á þeirra frammistöðu.

RPE (rate of perceived exertion) er einföld mæling þar sem horft er í endurgjöf leikmanna á hversu erfið æfingin þeim fannst hún vera og þannig hægt að byggja upp eða lækka álag. Rannsóknir sýna að allt að 90% fylgni er á milli RPE og GPS mælinga þegar verið er að mæla æfingaálag.

Readiness mæling er spurningalisti sem leikmenn svara fyrir æfingar eða á hvíldardögum. Niðurstaðan er einkunn sem gefur til kynna hversu ferskur leikmaðurinn er. Upplýsingar sem gefa okkar vísbendingar um hvort álagið á seinustu æfingum hafi verið rétt og hvernig skal stilla upp álaginu næstu daga.

Videogreiningar nýtast þeim sem hafa ekki GPS mæla en vilja fá endurgjöf á hvort tímaseðlar séu að vinna í þeim orkukerfum og hreyfingum sem planið var að vinna í. 


Verð: Mjög mismunandi. Allt frá 14.900 kr fyrir hvert lið á mánuði.

SAMSKIPTI

Við bókum eins marga videofundi og þarft er til að undirbúa þjálfarateymið fyrir æfingar eins vel og mögulegt er. 

Hægt er að hafa samband hvenær sem er á whatsapp. Svara alla virka daga innan sólarhrings.

Verð: Innifalið í allri þjónustu.

FRÆÐSLA

Markmiðið er ekki mata þjálfara nákvæmlega af því sem þarf að gera. Heldur leggja nokkrar línur og svo spyrja spurninga og leiða verkefnið áfram.

Markmiðið er að mennta þjálfara og byggja upp sjálfstraust gagnvart líkamlegri þjálfun og læra að aðlaga líkamlega þjálfun að sínum eigin leikstíl.

Með hverri þjónustu mun fræðsla í formi fyrirlestra fylgja með. Þjálfari hefur alltaf aðgang að þessari fræðslu.


Verð: Innifalið í allir þjónustu.

 

bottom of page